*

Ferðalög 15. apríl 2013

Svik og prettir sem ferðamenn stunda

Pör segjast vera í brúðkaupsferð, foreldrar ljúga um aldur barna sinna og síðan er stungið af frá reikningnum.

Ferðamenn virka oftast heldur saklausir, með galopin augun og myndavélina um hálsinn, en samkvæmt grein á CNN ætti fólk ekki að láta blekkjast því sumir eru ekki allir þar sem þeir eru séðir.

Í könnun sem gerð var á meðal breskra ferðamanna kemur ýmislegt misjafnt í ljós þegar kemur að leiðum sem ferðamenn nota til að spara og stela. 

Samkvæmt tölum í greininni hafa 5,5% ferðamanna sagst vera í brúðkaupsferð til að fá betra hótelherbergi. Aðrir viðurkenndu að hafa stolist inn í fína hótelgarða og notið veitinga og sundlauga sem aðeins eru í boði fyrir hótelgesti. 39% viðurkenndu að stinga brauðbollum og öðru góðgæti á sig á morgunverðarhlaðborðum til að spara. 1,4% sögðust hafa stungið af án þess að borga reikninginn á veitingastað eða bar. 11,2% sögðust hafa logið til um aldur barna sinna til að sleppa við að greiða fullorðins- eða unglingagjald fyrir þau.

Fyrir ykkur sem viljið lesa nánar um þessar óvönduðu aðferðir ferðamanna til að sleppa við að borga alls kyns gjöld, sjá hér

Stikkorð: Bretland  • Ferðamenn  • Þjófar  • Svik  • CNN