*

Hitt og þetta 29. október 2013

Svikahrappur seldi farmiða frá gerviflugfélagi

Stundum er vissara að fara í smá rannsóknarvinnu áður en stokkið er á nettilboð á flugfargjaldi.

Karlmaður í Madríd á Spáni hefur verið handtekinn fyrir að selja flugmiða fyrir 50 þúsund evrur. Hann seldi sumsé 67 manns flugmiða með flugfélagi sem var ekki til.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá lögreglunni á Spáni heitir maðurinn Dario Alberto og er 43 ára. Hann seldi farmiða til Paragvæ og auglýsti ódýr fargjöld á netinu, í útvarpinu og einnig með því að dreifa miðum á götum úti.

Lögreglan fékk veður af málinu og komst fljótlega að því að „flugfélagið“ var leyfislaust og ekki til.

En þetta eru ekki fyrstu svik og prettir hjá Alberto. Hann var handtekinn árið 2009 fyrir að selja „farmiða“ (sem ekki voru til) til 21 manns til Miðbaugs-Gíneu. Stuff.nz.co segir frá málinu hér. 

Stikkorð: Flugfélag  • Svik og prettir