*

Bílar 27. september 2012

Svipta hulunni af forvitnilegum Picasso

Stjórnendur bílaþáttarins Top Gear segja Citroën ó-Top-legan.

Róbert Róbertsson

Citroën C3 Picasso er kominn til landsins og verður frumsýndur nk. laugardag. Picasso er rúmgóður og skemmtilega hannaður bíll sem býður háa sætisstöðu og mikið pláss fyrir farþega og farangur í bíl sem er fremur nettur.

Picasso hefur vakið töluverða athygli erlendis. Hinir dómhörðu gestgjafar breska bílaþáttarins Top Gear sögðu meðal annars að Citroën C3 Picasso væri mjög ó-Top Gear-legur en frábæran fjölnotabíll. Sönnun þess að raunveruleikinn gæti verið raunverulega skemmtilegur. Slíkt hrós er skiljanlegt þegar fersklegt útlit bílsins, mikið notagildi og skemmtilegar dísilvélar eru hafðar í huga. Það getur nefnilega verið töluvert erfitt að finna slíka eiginleika í bílum almennt, hvað þá fjölnotabílum.

Eflaust er Picasso gott val fyrir þá sem velja sér bíl á öðrum forsendum en heimilistækin sín, það er að segja fólk sem raunverulega vill hagnýtan bíl sem líka er forvitnilegur endka franski bílaframleiðandinn vanur að fara óhefðbundnar leiðir..

Citroën C3 Picasso er ennfremur afar hentugur fyrir þá sem þurfa að snattast mikið innanbæjar. Fyrir bíl með álíka notagildi og rými er það aðlaðandi kostur að hann skuli vera visthæfur með eHdi90 dísilvélinni. Hún losar aðeins 115 g/km af CO2 og bíllinn fær því frítt í stæði í Reykjavík í 90 mínútur. Citroën C3 Picasso kostar frá kr. 2.890.000. Bíllinn verður frumsýndur nk. laugardag ásamt hinum nýja Volvo V40 í Brimborg á milli kukkan 12 og 16.