*

Hleð spilara...
Tölvur & tækni 18. október 2012

„Svolítið æði fyrir snjallsímaforritunum“

Smáforrit Já.is er með þeim vinsælli hér á Íslandi en sérfræðingur segir fyrirtæki hérlendis þurfa að læra að nota „appið“ rétt.

Soffía K. Þórðardóttir hjá TM Software heldur erindi um smáforrit á Veflausnadegi fyrirtækisins í dag. Soffía bendir á að aðeins 4% notenda snjallsíma halda áfram notkun á þeim búnaði sem þeim fylgir 12 mánuðum eftir uppsetningu. Líftíminn er því stuttur og segir Soffía að þó að í smáforritum felist margvísleg tækifæri þá skipti máli fyrir fyrirtæki að skilja hvenær það hentar að vera með app.