*

Bílar 16. febrúar 2015

Á svona bíl fara menn lengri leiðina heim

Forstjóri Toyota ekur um að dæmigerðum fjölskyldubíl.

Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi, ekur þessa dagana um á Avensis. Það má segja að Avensis sé hinn dæmigerði fjölskyldubíll. Það fer vel um fimm farþega, nóg pláss í skottinu og vélin spræk og sparneytin.

Draumabíll Úlfars er frá Lexus og heitir GS 450h F Sport. Fyrir um tveimur vikum kom þessi bíll til landsins í fyrsta sinn í F Sport útfærslu, svartur og glæsilegur hlaðinn búnaði enda er ekki hægt annað en að falla fyrir svona bíl. Lexus GS 450h er hybridbíll búinn 300 hestafla bensínmótor og 45 hestafla rafmótor sem saman skila bílnum á 5,9 sekúndum í hundraðið. Á svona bíl fara menn lengri leiðina heim. Þrátt fyrir allan kraftinn er bíllinn sparneytinn, eyðir aðeins frá 5,9 l 100/km.

Nánar er fjallað um málið í sérblaðinu Bílar sem fylgir Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.