*

Tíska og hönnun 19. febrúar 2013

Svona eiga hús að vera

Á Manhattan er einstakt hús til sölu á mörgum hæðum. En þá kemur sér vel að hafa lyftu. Og líkamræktarstöð í kjallaranum.

Það bara getur ekki annað verið en að það sé alltaf gaman hjá fólkinu sem á heima í þessu húsi. Og nú gæti fjörið orðið þitt því það er til sölu. Hér má finna nánari upplýsingar.

Húsið þykir hið fullkomna townhouse en það er heiti á þessum klassísku raðhúsum í New York borg. Oft eru margar íbúðir í einu townhouse, jafnvel tvær íbúðir á hverri hæð. Stundum eru þau þó nýtt sem einbýli. Og hér er slíkt einbýli. Húsið er 906 fermetrar og var byggt árið 1910. 

Í húsinu er lyfta, bókasafn, fimm svefnherbergi, átta baðherbergi, leikherbergi fyrir krakkana, líkamsrækt, vínkjallari, heitur pottur á veröndinni og útigrill. Og þetta er bara brot af dýrðinni sem hér er talið upp. Þetta er auðvitað ekki ókeypis, ekki frekar en fyrri daginn, en húsið kostar tæplega 2,6 milljarða íslenskra króna. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: New York  • Fasteignir