*

Sport & peningar 4. ágúst 2015

Svona fengu frægustu fyrirtækin nöfnin sín

Nafnið Haagen-Dazs átti að hljóma danskt og vísa í forna hefð en er merkingarlaust á dönsku.

Margir hafa eflaust velt því fyrir sér hvernig frægustu fyrirtæki heims fengu nöfnin sín og oft má finna duldar merkingar bakvið þau. Til dæmis fékk LEGO nafnið sitt frá dönsku orðunum „leg got“ eða leiktu vel. Hér fyrir neðan má sjá úskýringar á nöfnum sumra stærstu fyrirtækja heims.

IKEA: Stofnandi IKEA Ingvar Kamprad fann upp á nafninu einfaldlega með því að nota skammstöfun sína og bæta við upphafsstöðum Elmtaryd og Agunnaryd, sveitinnar og þorpsins sem hann ólst upp í.

Sony: Sony fékk nafn sitt frá latneska orðinu „sonus“ sem þýðir hljóð og viðurnefninu „sonny boy“ sem á sjötta áratuginum í Japan átti við um klára, vel-tilhafða unga menn.

Haagen-Dazs: Hagen Dazs var valið af stofnendum þess til að hljóma danskt og eins og það vísaði í gamla hefð við að gera ís. Hins vegar merkir nafnið ekki neitt.

Yahoo!: Yahoo er bæði skammstöfun á Yet Another Hierarchical Officious Oracle og er einnig tilvísun í sérstaka dýrategund sem var bæði ókurteis og háfaðasöm í bók Jonathan Swift um ævintýrir Gúllivers.

Pepsi: Það vita ef til vill ekki margir að Pepsi hét fyrst Brad‘s Drink eftir Caleb Bradham sem fann drykkinn upp en Pepsi-Cola fékk nafn sitt árið 1898 frá orðinu „dyspepsia“ sem þýðir meltingartruflanir til þess að markaðssetja drykkinn til að hjálpa meltingunni.

Google: Það þekkja margir söguna á bakvið nafn leitarvélarinnar sem kemur frá orðinu „gogol“ sem er stærðfræði heiti yfir tölustafinn 1 með 100 núllum.

Virgin: Samstarfsmaður Richard Branson stakk upp á nafninu Virgin af því að þeir væru algjörlega „hreinir sveinar“ í viðskiptum.

Blackberry: Síminn fékk nafnið sitt árið 1999 vegna þess að takkarnir á símanum líktust  brómberjum.

Starbucks: Kaffirisinn Starbucks fékk nafn sitt frá manni í áhöfninni í bók Herman Melville Moby Dick til að tengja við sjóferðir við innflutning kaffibauna á fornum tímum.

Reebok: Reebok er Afrikaan orðið rhebok endurskrifað en það þýðir tegund af antílópu og á að vísa í hraða og náð sem fylgir fólki sem notar skónna.

Skype: Skype hét fyrst Sky Peer-to-Peer sem síðar varð að Skyper og loks Skype.

Amazon: Jeff Bezos stofnandi Amazon vildi að nafnið á fyrirtækinu sínu byrjaði á A til að koma efst í stafrófsröð. Honum þótti nafnið á stærsta fljóti heims vera viðeigandi fyrir fyrirtækið sem hann vildi að yrði það stærsta í heimi.

Stikkorð: Amazon  • Lego  • Haagen-Dazs