*

Hitt og þetta 6. janúar 2014

Svona leit maðurinn út fyrir 5500 árum

Með hjálp nútímatækni hefur verið gerður skúlptúr af því hvernig maðurinn leit út fyrir 5500 árum.

Þessi myndarlegi maður lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en 40 ára. En hann er í raun 5500 ára gamall. Vefsíðan Gizmodo segir frá málinu á vefsíðu sinni í dag. 

Höggmyndalistamaðurinn Oscar Nilsson gerði skúlptúr af höfuðkúpu sem fannst í Stonehenge í Bretlandi sem er 5500 ára gömul. Með nútímatækni var hægt að reikna út hvort maðurinn hafi verið vöðvamikill og hvernig andlitið var í laginu. Nilsson bætti reyndar við skeggi enda ekki mikið um rakhnífa á þeim tíma sem eigandi höfuðkúpunnar var uppi. 

Stikkorð: Fornöld