*

Sport & peningar 20. ágúst 2015

Svona lítur nýja Air Force One út

Nýja Air Force One kostar 48 milljarða íslenskra króna.

Ný Boeing 747-8 VIP vél mun brátt verða ný Air Force One, flugvél forseta Bandaríkjanna. Flugvélin er yfir 400 fermetrar að stærð og getur flogið 8000 sjómílur án þess að stoppa. Vélin kostar 367 milljónir dollara fyrir umbætur, eða sem nemur 48 milljörðum íslenskra króna.

Allt er sérsmíðað inni í þotunni. Þar er meðal annars risastór skrifstofa og borðstofa sem er einnig fundarherbergi.

Sjón er sögu ríkari!