*

Tölvur & tækni 11. nóvember 2013

Svona lítur PS4 tölvan út

Nýja Playstation 4 tölvan hefur verið kynnt í myndskeiði sem er birt á YouTube.

Ný tölva frá Playstation mun líta dagsins ljós á föstudaginn, eins og VB.is sagði frá í morgun. Tölvan mun þó væntanlega ekki koma hingað til lands fyrr en í byrjun næsta árs. 

Gríðarleg eftirvænting er víðsvegar um heim vegna nýju tölvunnar. Framleiðendur hafa nú birt 90 sekúndna langt myndband þar sem hægt er að sjá hvernig tölvan lítur út. 

Hér að neðan má sjá myndskeiðið. 

Stikkorð: PlayStation 4