*

Heilsa 10. júní 2014

Svona verður þú 100 ára

Góður svefn, vindlar, vinátta, hvítlaukur, og hamingjuríkt hjónaband eru lykillinn að langlífi.

Í kjölfar fráfalls Alexander Imich, elsta manns heims, tók breska dagblaðið The Guardian saman helstu ráðin sem eiga að duga til að ná mjög háum aldri. Ráðgjafar blaðsins var fólk sem hefur náð þeim áfanga að verða 100 ára eða eldra. 

Alexander Imich sem lést nýverið 111 ára gamall sagði frænku sinni að langlífi hans mætti rekja til góðra gena, ágætis mataræðis, auk þess að eignast ekki börn.

Hin japanska Misao Okawa er um þessar mundir elsta núlifandi kona heims. Hún segir að leiðin til langlífis sé með góðu matarræði og með því að slaka vel á.

Hin danski Christian Mortensen sem lifði í 115 ár og 272 daga sagði að leyndarmálið að baki langlífi síns væru vinir, góðir vindlar, mikil vatnsdrykkja, að sniðganga áfengi og vera jákvæður og syngja mikið. 

Aðrir sem hafa náð 100 ára aldri hafa bent til ákveðins mataræðis. George Cook sem lifði til 108 ára aldurs mælti með því að borða mikinn hvítlauk. Á svipuðum nótum mælti David Henderson, sem náði 107 ára aldri, með því að borða hafragraut, sveskjur og að sofna aldrei með fullan maga. Emma Morano, elsta kona Evrópu sem er á 114. aldursári borðar eitt hrátt egg og eitt eldað egg á dag til að viðhalda langlífinu.

Emma og Okawa mæla einnig með góðum svefni. 

Það kemur ef til vill ekki á óvart að mælt sé með góðum lífsförunauti til að lifa lengra lífi. Eigðu góða konu og vertu rólegur mælti Samuel Ball með. Hann er 102 ára. Gardner Watts sagði einnig 98 ára að langt og hamingjuríkt hjónaband væri lykillinn að langlífi sínu.

Suðurríkjadaman Besse Cooper sem lést 116 ára gömul í Monroe í Georgíufylki sagðist ekki skipta sér af því sem kæmi sér ekki við. Einnig sniðgekk hún ruslfæði og mælti með því að leggja hart að sér í starfi og njóta þess sem maður vinnur við.

Stikkorð: Langlífi