*

Bílar 25. maí 2018

Swift Sport frumsýndur

Suzuki Swift Sport verður frumsýndur á morgun, laugardag milli klukkan 12-16.

 

Suzuki Swift Sport verður frumsýndur á morgun en hann er með öfluga 1,4 lítra BoosterJet Turbo vél sem er 140 hestöfl.

Swift Sport er fimm dyra bíll og sportútfærlsan af hinum hefðbundna Swift. Bíllinn er með sex gíra beinskiptingu, og meðaleyðslan er aðeins 5,6 lítrar á hundraðið samkvæmt tölum frá framleiðanda. Nýjungar í Swift Sport eru meðal annars nýja forþjöppuvélin. Þessi 1,4 lítra, fjögurra strokka vél kemur í stað gömlu, forþjöppulausu 1,6 lítra vélarinnar. Hestaflafjöldinn er nánast hinn sami, fer þó upp um 4 hestöfl í alls 140 hestöfl. En togið er miklu meira. Það fer úr 160 Nm í 230 Nm.

Swift Sport er ríkulega útbúinn, meðal staðalbúnaðar eru sportsæti, 17 tommu álfelgur, vindskeið, tvöfalt pústkerfi,sjö tommu margmiðlunarskjá með leiðsögukerfi, bakkmyndavél, AppleCarplay og AndroidAuto. Hann er með sjálfvirkri neyðarhemlun, línuvörn, sex öryggisloftpúðum og ESP stöðugleikakerfi. Frumsýningin á morgun, laugardag, er hjá Suzuki bílum í Skeifunni klukkan 12-16.

Stikkorð: Bílar  • Suzuki