
Einn af frægustu sportbílum í heimi er vafalítið Porsche 911. Hann var kynntur til sögunnar árið 1953 og fagnaði 50 ára afmæli í fyrra. Í tilefni af afmælinu framleiddi Porsche sérstaka 50 ára afmælisútgáfu í einungis 1963 eintökum. Nú hefur Bílabúð Benna fengið til landsins einn slíkan í takmarkaðan tíma. Bíllinn er ekki fyrir hvaða meðaljón sem er en ábyggilega fyrir aðdáendur. Hann kostar nefnilega frá 19,9 milljónum króna, samkvæmt upplýsingum VB.is.
Bíllinn verður til sýnis í Porsche sal Bílabúðar Benna um helgina og næstu daga, að því er fram kemur í tilkynningu.