*

Menning & listir 31. október 2015

Tækniframfarir, einokun og samsæri

Um bókina Zero to One: Notes on Startups, or How to Build the Future (2014), eftir Peter Thiel ásamt Blake Masters.

Egill Þór Nielsson

„Hvaða mikilvæga sannleik eru mjög fáir sammála þér um?“ Þetta er spurning sem frumkvöðullinn Peter Thiel leggur fyrir í atvinnuviðtölum og vill fá ögrandi svör. Sjálfur er hann frægur fyrir að halda úti skoðunum sem ganga þvert á almenn viðhorf líkt og bókin ber með sér. Titill bókarinnar er lýsandi, en hún fjallar um mikilvægi þess að fyrirtæki skapi virði þar sem ekkert var fyrir (fari úr 0 í 1) frekar en að herma eftir því sem fyrir er (úr 1 í n). Thiel sér þetta sem grundvallaratriði fyrir framþróun mannkyns, en þar sem það er auðveldara að breyta lítillega því sem fyrir er heldur en að skapa eitthvað alveg nýtt þá festast flest fyrirtæki í þeim fasa. Svar Thiels við ofangreindri spurningu er að flestir trúi að framtíðin verði skilgreind af hnattvæðingu en hann telur tækni skipta meira máli. Þannig er lóðrétt þróun undirstaða framfara á meðan lárétt þróun leiðir til glötunar. Útbreiðsla á núverandi lifnaðarháttum hins „þróaða“ heims mun leiða til ósjálfbærni, fylgi þeim ekki tækniframfarir. Tækni er vítt skilgreind hér, umfram tölvur og tæki, og raunar sem nýsköpun í heild sinni. Önnur stór fullyrðing Thiels er að kapítalismi og samkeppni séu andstæður, því auðsöfnun í dýnamískum heimi glatast með því að keppa við aðra. Google er dæmi um einstakt fyrir-tæki sem ekki lengur þarf að keppa um takmarkaðar tekjulindir á sviði leitarvéla.

Samsæri þeirra sem vilja bæta heiminn

Einokun nýsköpunarfyrirtækis er vænlegra að byggja frá markaði sem virðist í fyrstu of lítill til að geta verið arðbær frekar en lítilli sneið af stórum markaði. Enginn, nema mögulega Mark Zuckerberg, bjóst við því árið 2004 að samfélagsmiðill fyrir nemendur Harvardháskóla yrði eitt verðmætasta fyrirtæki heims áratug seinna. Thiel segir jafnframt einstök fyrirtæki gjarnan byggja á hugmyndum sem ekki voru viðtekin venja skömmu áður, t.d. hefur deilihagkerfið með tilkomu Airbnb og Uber breytt hvernig við háttum ferðum okkar innan þéttbýlis. Framúrskarandi fyrirtæki eru samsæri starfsmanna sem vilja bæta heiminn með því að uppfylla áður óáþreifanlegar þarfir á betri hátt en allir aðrir.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.