*

Bílar 1. nóvember 2018

Tæknivæddari Ford Focus

Bíllinn er mikið breyttur frá forveranum og ekki síst hvað varðar tæknibúnað.

Nýr Ford Focus verður frumsýndur hér á landi næstkomandi laugardag. Bíllinn er mikið breyttur frá forveranum og ekki síst hvað varðar tæknibúnað.

Ford Focus hefur verið frmaleiddur í 20 ár og hefur á þeim tíma verið vinsæll víða um heim. Í nýjum Focus er hægt að velja um þrjár akstursstillingar sem breyta aksturseiginleikum mikið. Bíllinn fær til dæmis áberandi mikla sportbílaeiginleika í sportstillingunni. Mikll áhersla hefur verið lögð á allan öryggisbúnað í bílnum og má nefna að núna er staðalbúnaður árekstrarvari að framan sem nemur einnig gangandi og hjólandi vegfarendur, veglínuskynjari og umferðaskiltalesari svo fátt eitt sé nefnt.

Nýr Ford Focus er mjög vel búinn, með einni bestu akstursaðstoð sem Ford hefur framleitt til þessa, Bíllinn er með Bluetooth samskiptakerfi og tengi og afþreyingarmöguleikar eru meðal annars raddstýrðu SYNC 3 hljómtæki með snertiskjá og FordPass Connect. Apple CarPlay og Android Auto er einnig staðalbúnaður í bílnum. Frumsýningin á laugardaginn er 12 til 16 í sýningarsal Ford við Bíldshöfða 6 í Reykjavík og Tryggvabraut 5 á Akureyri.