*

Bílar 7. maí 2017

Tæknivæddur jepplingur

Nýr Ford Kuga jepplingur var kynntur til leiks nýverið en níu ár eru síðan bíllinn var fyrst framleiddur.

Róbert Róbertsson

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Ford Kuga jepplingurinn var fyrst framleiddur og er bíllinn orðinn mun fallegri og með betri aksturseiginleika, en Ford Kuga er helsti sölubíll bílaframleiðandans ásamt fólksbílunum Fiesta og Focus og
því mikilvægur yrirtækinu í ört stækkandi jepplingaflórunni þar sem baráttan er mjög hörð.

Nýi Ford Kuga bíllinn er laglegur í útliti með skarpar og sportlegar línur. Framendinn er sérstaklega flottur þar sem grillið er áberandi og kraftalegt. Innanrýmið er ágætlega hannað. Línurnar haldast flottar allar leið aftur úr.

Innréttingin er nokkuð lagleg þar sem gírstöngin er óvenju framarlega en í staðinn gott geymslurými á milli framsætanna. Miðjustokkurinn er frekar mjór og hár en öllum aðgerðartökkum vel raðað vel upp. Átta tommu skjárinn er ofarlega og fyrir ofan hann er geislaspilarinn.

Mér finnst LED-lýsingin í farþegarými sérstaklega skemmtileg og gerir mikið fyrir innanrýmið, sérstaklega að kvöldlagi. Efnisvalið í innréttingunni mætti hins vegar vera vandaðra en þar er talsvert mikið plast.

Fínt afl og mikil dráttargeta

Reynsluakstursbíllinn var í svokallaðri Titanum S útfærslu með tveggja lítra dísilvél, sjálfskiptur og fjórhjóladrifinn. Ford Kuga er fínn í akstri, lipur og stýringin öll góð. Bíllinn er frekar þéttur og það heyrist ekki mikið veghljóð en helst að dísilvélin mali aðeins þegar tekið er á bílnum. Vélin í bílnum skilar 150 hestöflum og hámarkstog er 370 Nm.

Það er gott afl í bílnum og vélin vinnur vel allan tímann. Það er enginn að fara að slá nein hraðamet í þessum bíl enda ekki til þess gerður. Hann er 10,9 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið sem er sæmilegt.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta gerst áskrifendur hér.

Stikkorð: reynsluakstur  • Ford Kuga  • jepplingur