*

Bílar 18. nóvember 2017

Tæknivæddurog töff Kia Stonic

Stonic er lítill jepplingur sem vekur talsverða athygli enda með djarft og nútímalegt útlit.

Róbert Róbertsson

Kia Stonic var frumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt í haust. Stonic er fyrsti smájepplingurinn frá Kia en bílaframleiðendur eru sérlega hrifnir af þessari stærð bíla um þessar mundir enda seljast þeir vel. Það er því mikil samkeppni í flokki smájepplinga og sér ekki fyrir endann á henni.

Djarfur í hönnun 

Stonic er öflugur kandídat í þennan harða slag smájepplinganna og kemur fram á sjónarsviðið sem djarfur og nútímalegur í hönnun. Tígrisnefið, sem er ættareinkenni Kia, er á sínum stað og heilt yfir ber hann ættarsvipinn vel þótt hann sé vissulega frábrugðinn öðrum Kia bílum að mörgu leyti. Það er dálítill töffarabragur yfir þessum nýja bíl. Hægt er að persónugera Stonic talsvert eftir eigin höfði því hægt er að fá bílinn í tveimur litatónum þar sem þakið og speglar eru í öðrum lit en bíllinn sjálfur. Tuttugu mismunandi slíkar litaútfærslur eru í boði og fimm mismunandi litir á þakinu.

Stonic er vel búinn þægindabúnaði og nýstárlegum tæknibúnaði. Innanrýmið er nútímalegt þar sem 7 tommu snertiskjár sem stendur upp úr mælaborðinu sér um að framkalla upplýsingar varðandi aksturinn, tónlistarval, símtöl og leiðsögukerfið. Hægt er að tengja símann við bílinn með Apple CarPlay og Android Auto. Stýrið í bílnum er fáanlegt Dlaga sem gefur sérlega sportlegt yfirbragð.

Sportlegt yfirbragð

Bíllinn er líka mjög sportlegur í hönnun og akstri. Stonic var prófaður með 1,0 lítra T-GDI bensínvél með forþjöppu sem skilar 120 hestöflum. Togið í þessum bíl er 172 Nm. Hröðunin úr kyrrstöðu í hundraðið er Tæknivæddur og töff Kia Stonic Kia Stonic er glænýr bíll frá suður-kóreska bílaframleiðandanum. Stonic er lítill jepplingur sem vekur talsverða athygli enda með djarft og nútímalegt útlit. Stonic var reynsluekið fyrir skömmu í Berlín en bíllinn verður frumsýndur hér á landi síðar í mánuðinum. Stonic fer létt með borgartraffíkina í Berlín. Hann er lipur og léttur í akstri og skýst léttilega á milli. Kia Stonic er djarfur og nútímalegur í útliti. Hann hefur viss ættareinkenni Kia eins og tígrisnefið. nóvember 2017 Bílar | 15 10,3 sekúndur. Stonic er frískur með þessari bensínvél og kemur raunar á óvart. Ég fékk bílinn í hendurnar í Köpenick-hverfinu í Berlín og það tók við skemmtilegur akstur um þýsku stórborgina sem er uppfull af sögu, nútímalegri hönnun og gleði. Svolítið eins og Stonic sem er líflegur og með karakter ef þannig má að orði komast. Stonic fer létt með borgartraffíkina í Berlín. Hann er lipur og léttur í akstri og skýst léttilega á milli í oft á tíðum þungri borgarumferðinni.

Þetta er ekta borgarjepplingur. Bensínvélin eyðir frá 5 lítrum á hundraðið og CO2 losunin er 115 g/km. Auk bensínvélarinnar er í boði 1.6 lítra dísilvél sem skilar 110 hestöflum. Togið er 260 Nm. Eyðslan í dísilútfærslunni er að- eins frá 4,2 lítrum á hundraðið.

Vel búinn og til í tuskið

Meðal þæginda sem fáanleg er í Stonic má nefna snjalllykil sem ökumaður getur ræst bílinn á einfaldan hátt með ræsirofanum. Bíllinn er búinn miklum öryggisbúnaði m.a. bakkmyndavél með viðmiðunarlínum, athyglisvara fyrir ökumann og blindblettsvara. Þá er hann einnig með AEB öryggisbúnaðinn sem er sjálfvirkur árekstrarvari styðst við myndavél og ratsjá til þess að greina önnur ökutæki eða vegfarendur á leið bílsins. Ef kerfið greinir hættu á árekstri aðvarar það ökumann og getur einnig, sé það svo stillt, beitt hemlun sjálfvirkt til að draga úr alvarleika ef árekstur verður.

Plássið er þokkalegt frammi í og allt í lagi fyrir tvo fullorðna aftur í en mjög þröngt ef sá þriðji bætist við nema það sé barn. Farangursrýmið er ekki það stærsta eða um 352 lítrar en eykst í 1.150 lítra ef aftursætin eru felld niður. Stonic er vel búinn bíll í alla staði og til í tuskið. Stonic kostar frá 3.290.000 kr. sem verður að teljast samkeppnishæft verð. Á því verði er bíllinn mjög vel búinn með 17 tommu álfelgum, lyklalausu aðgengi og AEB öryggisbúnaðinum. Stonic er með 7 ára ábyrgð eins og allir aðrir Kia bílar en það er lengsta ábyrgð sem bílaframleiðandi býður upp á. Það er mikið í gangi hjá Kia um þessar mundir og auk Stonic er annar nýr bíll, Kia Stinger, að koma á markað. Það eru því spennandi tímar hjá Kia.