*

Heilsa 2. júní 2013

Tæplega 4.000 hlauparar þegar skráðir

Gjaldið fyrir þátttöku í Reykjavíkurmaraþoninu hækkar eftir því sem styttist í hlaupadaginn.

Reykjavíkurmaraþonið fer fram 24. ágúst næstkomandi. Í ár verður hlaupið haldið í þrítugasta sinn en fyrsta hlaupið fór fram árið 1984. Þá tóku 214 hlauparar frá átta löndum þátt í hlaupinu en á síðasta ári voru hlaupararnir 13.410.

Skráning í hlaup sumarsins hófst 9. janúar síðastliðinn og hafa 3.836 hlauparar þegar skráð sig til leiks samanborið við 2.646 hlaupara á síðasta ári.

Skráningargjald fer stighækkandi eftir því sem nær dregur hlaupinu og hækkar næst 1. júlí næstkomandi.