*

Menning & listir 8. ágúst 2016

Tankurinn opnar í kvöld

Í kvöld opnar Tankurinn formlega á Djúpavogi.

Eydís Eyland

Tankurinn er gamall lýsistankur sem hreinsaður var að innan í sumar og komið fyrir hurð. Þetta verkefni tókst með gefinni vinnu íbúa og styrk frá Uppbyggingarsjóði Austurlands. Inni í Tankinum er flottur hljómur og það hve hrár hann er gerir hann að afburða viðburða- og sýningarrými.

Tankurinn er eign íbúa Djúpavogshrepps og geta allir nýtt sér hann fyrir viðburði og sýningar. 

Opnunin byrjar kl. 20:00 í kvöld 8. ágúst og verður boðið upp á ýmis atriði, hressingu og gjörningalistahópurinn Búlandstindætur og dátar munu skemmta.

Stikkorð: Djúpavogur  • Tankurinn