*

Sport & peningar 19. nóvember 2011

Tap City nemur 60 milljörðum á tveimur árum

Manchester City tapaði 195 milljónum punda í fyrra. Er þetta annað árið í röð sem knattspyrnuliðið tapar gríðarlegum fjármunum.

Tap af rekstri knattspyrnufélagsins Manchester City nam 195 milljónum punda, rúmlega 36 milljörðum króna, á síðasta ári. BBC greinir frá þessu á vef sínum.

Í uppgjörinu er ekki tekið tillit til styrktarsamnings við flugfélagið Etihad Airlines. Tekjurnar af honum eru 35 milljónir punda árlega.

Er þetta annað árið í röð sem City tapar gríðarlegum fjármunum. Árið 2009 nam tapið 126 milljónum punda.

Samkvæmt breska ríkisútvarpinu hefur ekkert lið tapað eins miklu í sögu enskrar knattspyrnu og en næst á eftir þessum miklu tapsárum City kemur tap Chealsea árið 2005 sem nam141 milljón punda.

Manchester City er efst í ensku úrvalsdeildinni. Sheikh Mansour bin Zayed Al Nahyan frá Abu Dabí keypti félagið árið 2008.

Stikkorð: Manchester City