*

Sport & peningar 6. janúar 2013

Tap Everton jókst í fyrra

Hár launakostnaður og samdráttur í miðasölu varð til þess að fjárhagslegt tap Everton jókst nokkuð á síðasta tímabili.

Enska knattspyrnuliði Everton tapaði um 9,1 milljón Sterlingspunda á síðasta keppnistímabili (2011-12), samanborið við tap upp á 5,4 milljónir punda tímabilið á undan.

Í frétt BBC um málið kemur fram að tapið megi rekja til of hás launakostnaðar og miklum samdrætti í  sölu miða á heimaleiki félagsins. Heildaskuldir félagsins voru um 46 milljónir króna um mitt síðasta ár.

Forsvarsmenn félagsins gera þó ráð fyrir batnandi afkomu á því tímabili sem nú stendur yfir. Bæði hefur miðasala aukist að þeirra sögn auk þess sem búið er að ná samkomulagi við marga af helstu (og um leið dýrustu) leikmenn félagsins um launalækkun. Félagið leitar þó einnig nýrra fjárfesta.

Launakostnaður félagsins á síðasta tímabili nam um 63,4 milljónum punda, samanborið við 58 milljónir punda árið áður. 

Stikkorð: Everton