*

Veiði 10. febrúar 2013

Tarfurinn kostar 300 þúsund

Búið er að birta kvóta fyrir hreindýraveiðar þessa árs, en smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á fyrirkomulaginu.

Heimilt verður að skjóta 1.229 hreindýr á árinu samkvæmt ákvörðun umhverfisráðherra, sem er fjölgun um 220 dýr frá því í fyrra. Þannig verður heimilt að veiða 623 kýr og 606 tarfa og skiptist veiðin niður á níu svæði.

Heimildirnar eru veittar með fyrirvara um að ekki verði verulegar breytingar á stofnstærð fram að veiðum sem kalli á endurskoðun veiðiheimilda. Veiðitíminn er frá 1. ágúst til og með 15. september, en þó getur Umhverfisstofnun heimilað veiðar á törfum frá og með 15. júlí og lengt veiðitíma kúa til og með 20. september eftir því sem fram kemur á vef Umhverfisstofnunar.

Sú breyting verður þó á frá því í fyrra að veiði á 22 kúm á svæði átta og öllum kúm á svæði níu verður heimiluð í nóvember.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

Stikkorð: Hreindýraveiði