*

Bílar 14. október 2019

Taycan S4 kynntur til leiks

Rafsportbíllinn Porsche Taycan var frumsýndur í september. Þriðja týpa bílsins Taycan 4S var kynnt til leiks á dögunum.

Sportbíllinn rafknúni er fáanlegur með tveimur stærðum rafhlaðna sem skila sínu hvað varðar afl. Með Performance rafhlöðunni mun Taycan 4S geta skilað allt að 530 hestöflum meðan Performance Plus rafhlaðan kemur til með að skila heilu 571 hestafli. Í báðum tilvikum er hröðun bílsins frá 0 til 100 kílómetra hraða sléttar 4 sekúndur og hámarkshraði 250 kílómetrar á klukkustund.

Drægni bílsins með Performance rafhlöðunni telst svo vera 407 kílómetrar og heilir 463 kílómetrar með Performance Plus rafhlöðunni, í báðum tilvikum í samræmi við hinn nýja WLTP staðal.

Líkt og Taycan Turbo og Taycan Turbo S hefur Taycan 4S sitthvorn rafmótorinn, einn að framanverðu og hinn að aftanverðu sem gerir bílinn vissulega fjórhjóladrifinn, sem og tveggja gíra gírkassa tengdan við aftari mótorinn sem hjálpar til bæði við gríðarlega hröðun bílanna í Taycan fjölskyldunni sem og gerir þá sparneytnari á langkeyrslu. Aðrir áhrifavaldar þar að lútandi er mjög lítil loftmótstaða bílsins, eða einungis 0.22 cd og öflug tækni í tengslum við hleðslu á langkeyrslu.

Stikkorð: porsche  • Taycan 4S