*

Tölvur & tækni 30. mars 2014

Tekjumódel Digon Games vekur athygli

Íslensk auglýsingalausn í tölvuleikjum, Digon Games, verður kynnt á ráðstefnuninni Nordic Game í maí á þessu ári.

Lausn Digon Games á birtingu auglýsinga í tölvuleikjum er meðal þess sem kynnt verður í flokknum „fast track“ á tölvuleikjaráðstefnunni Nordic Game í Malmö í lok maí. Ráðstefnan á 10 ára afmæli á þessu ári og koma fjölmargir alþjóðlegir fyrirlesarar fram á ráðstefnunni.

Gróska í tölvuleikjum
Mikil gróska virðist í framleiðslu á tölvuleikjum á Norðurlöndunum í dag en stór fyrirtæki frá Sviþjóð og Finnlandi hafa gert sig gildandi á þessu sviði á undanförnum árum. Leikir eins og Clash of Clans, Angry Birds, Hay Day og Candy Crush eru allir með skandinavískar rætur. Í flokknum „fast track“ á ráðstefnunni í fyrra hélt t.d. Tommy Palm, leikjahönnuður Candy Crush, erindi á ráðstefnunni um færslu Candy Crush frá Facebook yfir á snjalltæki. Nú um stundir er Candy Crush vinsælasti tölvuleikur heims með um 1,5 milljónir dollara í tekjur á degi hverjum.

Hagstæðar niðurstöður
Jón Fjörnir Thoroddsen, framkvæmdastjóri Digon Games, mun kynna erindið á ráðstefnunni. Hann segir að rannsókn fyrirtækisins á virkni tekjumódels hafi vakið athygli skipuleggjanda.

Stikkorð: Digon Games