*

Sport & peningar 18. september 2012

Tekjur Manchester United lækka

Hlutabréfin lækkuðu eftir að uppgjör síðasta rekstrarárs var birt.

Tekjur knattspyrnuklúbbsins Manchester United hafa lækkað niður í 320,1 milljónir punda samkvæmt uppgjöri félagsins en það er lækkun upp á 3,3%. Ástæðan er vegna slaks gengis í Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili. Þetta kemur fram í frétt BBC um málið.

Í uppgjöri félagsins kemur einnig fram að hagnaður jókst um 79,2% í 23,3 milljónir punda. Tekjur vegna styrktaraðila og sölu á varning tengdum félaginu jókst um 13,7% í 117,6 milljónir punda. Eftir að uppgjörið var birt lækkuðu bréf félagsins í kauphöllinni í New york um 2%.

Gert er ráð fyrir að tekjur félagsins verði á bilinu 350 til 360 milljónir punda á næsta rekstrarári, svo fremi sem félagið komist í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.