*

Hitt og þetta 18. nóvember 2004

Tekjuvöxtur Google að hægja á sér

Internetfyrirtækið Google tilkynti í dag, í annað sinn í vikunni, að hinn mikli vöxtur tekna félagsins sem verið hefur undanfarið muni fara að hægja á sér. Tekjur félagsins jukust um 7,5% á milli fyrsta og annars ársfjórðungs og síðan um 15,1% á milli annars og þriðja ársfjórðungs. Google var fyrst skráð á almennan markað á þessu ári og hefur gengi bréfanna hækkað um 100% frá skráningu.

Í Hálffimm fréttum KB banka kemur fram að gengi bréfa félagsins hefur lækkað um tæplega 1,5% í dag og er nú um 170 dollarar á hlut.