*

Menning & listir 18. október 2019

Tengsl höfundar Narníusagna við Ísland

Í dag og á morgun verður haldin ráðstefnu um tengsl C.S. Lewis, höfundar Narnísagnanna við Ísland og norrænar goðsögur.

Ráðstefna um höfund ævintýrasagnanna um Narníu og fjölmargar aðrar bókmenntir verður haldin fyrir alla fjölskylduna, í Háskólabíói og næsta nágrenni, dagana 18.-19. október 2019, það er í dag föstudag og laugardag. Flest erindin verða túlkuð yfir á íslensku, en þetta er í fyrsta sinn sem slík ráðstefna verður haldin hér á landi en þær hafa verið haldnar víða um heim.

C. S. Lewis var breskur bókmenntafræðingur, trúvarnarmaður og rithöfundur og skrifaði fjölmargar bækur, bæði fyrir börn og fullorðna. Lewis skrifaði eins og áður segir Narníu-bækurnar, sem fjölmargir þekkja, og einnig bækurnar Rétt og rangt, og Guð og menn, svo dæmi séu tekin. Margar Narníu-bækur hafa verið kvikmyndaðar og sú þekktasta er Ljónið, nornin og skápurinn.

Ungur heillaðist C. S. Lewis af Íslendingasögunum og goðafræði Íslendinga og má nefna að ævilöng og mikilsmetin vinátta hans við höfund Hringadróttinssögu, J.R.R. Tolkien, hófst með sameiginlegum áhuga þeirra á Íslendingasögum. Síðar meir snérist Lewis frá guðleysi til kristinnar trúar og gerðist mikilvirkur trúvarnarmaður.

Bíómyndir frá Disney, og með Anthony Hopkins hafa fjallað um höfundinn og sögur hans

Ráðstefnan fjallar um ævi og verk C. S. Lewis og tengsl hans við Ísland og á meðal dagskrárliða eru ræðumenn á heimsmælikvarða, kvikmyndasýningar, skemmtilegir viðburðir, umræður og fjölskyldudagskrá á laugardeginum. Fjölskyldumyndin Narnía: Ljónið, nornin og skápurinn verður jafnframt sýnd.

Einnig verður sýnd heimildamyndin The Fantasy Makers. Þessi vandaða heimildamynd fjallar um þau djúpu og miklu áhrif sem frumkvöðlar ævintýrasagna, C.S. Lewis, J.R.R. Tolkien og George MacDonald, hafa haft á dægurmenninguna fram á þennan dag. Í myndinni eru viðtöl við fræðimenn, rithöfunda, kvikmyndagerðarmenn og aðdáendur þessarar gerðar ævintýrasagna víðsvegar í heiminum.

Stjúpsonur C. S. Lewis, Douglas Gresham, mun flytja erindi á ráðstefnunni, en hann ólst upp með honum á heimili hans í Oxford og mun hann gefaáhugaverða og persónulega innsýn í líf Lewis. Anthony Hopkis lék C.S. Lewis í myndinni Shadowlands, en hún sagði frá kynnum móður hans og hjónabandi og loks láti hennar úr krabbameini.

Tolkien og C.S. Lewis urðu vinir í gegnum áhugann á Íslendingasögunum og goðafræðum

Dr. Jerry Root og Dr. Melody Green eru sérfróð um C. S. Lewis og kunna að tengja áheyrendur við hann með ræðum, skemmtilegum fróðleik og áhugaverðum umræðum, sem varpa ljósi á hrifningu hans af Íslendingasögunum og goðafræðunum, sem leiddi til þess að hann kynntist góðum vini og samstarfsfélaga við Oxford skóla, J.R.R. Tolkien höfund Hobbitans og Hringadróttinssögu.

Eins og áður segir er þetta í fyrsta sinn sem ráðstefna um C.S. Lewis er haldin á Íslandi. Ráðstefnan höfðar til breiðs hóps og er fyrir alla þá sem hafa áhuga á skrifum C.S. Lewis, tengslum hans við Ísland, kristinni trú og trúvörn.

Rætur Lewis voru í guðleysi en þegar hann loks komst til trúar gat hann talað við aðra af sannfæringu um spurningar sem höfðu haldið honum sjálfum frá trúnni. Honum tókst að finna greinargóð svör við algengum spurningum fólks og meðal annars af þeirri ástæðu eiga skrif hans mikið erindi til samtímans.

Á morgun laugardag verður sérstök áhersla á fjölskyldur og börn, fyrir utan dagskrána fyrir fullorðna. Ráðstefnan er hluti af viðburðum sem nýstofnaður hópur á CSLewis.is stendur að.

Dagskrá sem eftirlifir dagsins í dag:

  • 13:15-14:15 Samvera: Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn: Redemptive Stories – Dr. Melody Green (túlkað á íslensku)
  • 14:30-15:30 Meeting (Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn): Mere Christianity – Dr. Jerry Root og Douglas Gresham (túlkað á íslensku)
  • 15:00-20:00 Skráning og bókaborð, Bókaborðið er opið frá 15:00-20:00.  Þar verða til sölu bækur eftir C. S. Lewis og einnig bækur um hann.
  • 16:00 Heimildarmynd (Háskólabíó) - The Fantasy Makers. Aðgangur að myndinni er innifalinn í ráðstefnugjaldinu.  Þau sem ekki eru skráð á ráðstefnuna, geta keypt miða í bíóinu.
  • 18:00 Kvöldverður (Háskólabíó). Boðið upp á súpu og samlokur.  Er innifalið í ráðstefnugjaldinu.
  • 19:00 kaffi (Háskólabíó)
  • 19:30 Kvöldfundur - (Háskólabíó): Tengsl C. S. Lewis við Ísland (fyrri hluti) – Dr. Jerry Root (túlkað á íslensku) og „Það sem ég lærði af því að alast upp hjá C. S. Lewis“ – Douglas Gresham (túlkað á íslensku)
  • 21:30-22:00 Samvera á vegum hópsins CSLewis.is