*

Heilsa 29. október 2013

Tengsl á milli garðvinnu og langlífis

Fólk sem stendur reglulega upp úr sófanum á hverjum degi og hreyfir sig lifir lengur.

 Dútl í garðinum eða viðhald á húsi hefur verið tengt við langlífi í rannsókn hjá fólki eldra en 60 ára.

Á meðan margt eldra fólk stundar reglulega mikla líkamsrækt sýna nýjustu rannsóknir að það að standa hreinlega upp úr sófanum og hreyfa sig aðeins, sé svarið.

Í sænskri rannsókn var hreyfing 4232 einstaklinga eldri en 60 ára skoðuð yfir 12 ára tímabil. Í ljós kom að fólkið, sem hreyfði sig eitthvað aðeins á hverjum degi, var í minnstri hættu að fá hjartaáfall.

Fólkið sem var í mestri hættu var hópurinn sem lá í rúminu allan daginn eða sat löngum stundum kyrr.

BBC segir nánar frá málinu hér á vefsíðu sinni.

Stikkorð: Eldri borgarar  • Langlífi  • Hjartaáfall
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is