*

Menning & listir 6. maí 2019

Terem-kvartettinn í Hörpu

Heimsþekktur rússneskur kvartett verður með stórtónleika í Eldborg ásamt Diddú og Ólafi Kjartani.

Rússneski Terem-kvartettinn verður með stórtónleika í Eldborg í Hörpu á sunnudaginn, 12 maí. Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) sópransöngkona og Ólafur Kjartan Sigurðarson baritónsönvari verða gestasöngvarar á tónleikunum, sem Oddfellow-reglan stendur fyrir. Á tónleikunum í Hörpu mun kvartettinn flytja þekkt erlend verk ásamt valinkunnum íslenskum verkum.

Terem-kvartettinn var stofnaður í Pétursborg árið 1986 og er þekktur utan lands sem innan. Meðlimirnir, sem eru heiðurslistamenn Rússlands, hafa komið fram víða um heim og með fjölmörgum listamönnum. Meðal annars komu þeir fram á Íslandi árið 2005 og aftur 2007. Árið 2008 var gefinn út geisladiskur með Terem og Diddú, en á honum eru meðal annars lög eftir Sigfús Halldórsson.

Allur ágóði af tónleikunum rennur óskertur til líknarmála og fer miðasala fram á harpa.is og tix.is. Nánari upplýsingar eru hér.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is