*

Tölvur & tækni 6. maí 2014

Tesco setur snjallsíma á markað

Nýr sími frá Tesco mun styðjast við Android hugbúnað.

Tesco áformar að setja á markað snjallsíma undir eigin merkjum fyrir árslok. Samkvæmt heimildum BBC mun síminn styðjast við Android hugbúnað og verður tækið sambærilegt við Samsung S5. 

Nýlega hefur Tesco sett á markað Hudl spjaldtölvuna og hafa þegar selst 500 þúsund eintök af henni. Endurbætt útgáfa, Hudl 2, kemur á markað í september. 

BBC greindi frá. 

Stikkorð: Tesco