*

Bílar 16. febrúar 2016

Tesla fyrir 500 dali

65 þúsund króna Tesla Model S leikfangabíll er nú til sölu frá Radio Flyer.

Nú geturðu keypt Tesla Model S leikfangabíl handa barninu þínu fyrir litlar 65 þúsund krónur. Radio Flyer hefur nú opnað á forpantanir fyrir lítinn dótarafbíl fyrir yngri kynslóðina.

Kagginn kostar um 500 Bandaríkjadali eða sem fyrr segir um 65 þúsund krónur, en fyrir það verð færðu smágerða útgáfu af Model S rafbílnum sem kostar um 70 þúsund Bandaríkjadali í fullorðinsstærðum.

Bíllinn getur keyrt fram og til baka, er með framljós og hljóðkerfi, auk þess sem hann er með aftur- og framskott. Hann er því nánast að öllu leyti eins og fullorðinsútgáfan, nema smættuð.

Rafbíllinn smái en knái nær hámarkshraða upp á rúma 10 kílómetra á klukkustund og er útbúinn með 140 vattstunda rafhlöðu. Í myndbandinu hér að neðan má sjá litla rafbílinn í keyrslu - en krakkarnir sem keyra kaggana sína virðast í það minnsta hæstánægðir.

Stikkorð: Tesla  • Model S  • Leikfang