*

Bílar 3. október 2014

Tesla kynnir „The D“ í næstu viku

Elon Musk, framkvæmdastjóri Tesla Motors, heldur aðdáendum bílanna spenntum á Twitter.

Elon Musk, framkvæmdastjóri Tesla Motors, setti í gær færslu á Twitter þar sem hann sagði að tími væri til kominn að afhjúpa „The D“ og fleiri hluti.

Enn hvílir mikil leynd yfir því fyrir hvað „The D“ stendur, en má þó telja ljóst að þar sé á ferðinni ný bifreið frá fyrirtækinu. Ef marka má mynd sem hann birti með færslunni kemur það þó ekki í ljós fyrr en 9. október nk.

Stikkorð: Tesla Motors  • Elon Musk