*

Bílar 19. maí 2013

Tesla Motors herja á fjárfesta fyrir uppbyggingu

Tesla Motors mun safna yfir milljarði dollara með skuldabréfum og hlutafjáraukningu á næstunni.

Rafbílaframleiðandinn Tesla Motos ætlar sér að safna meira en milljarði dollara frá fjárfestum með breytanlegum skuldabréfum og hlutafjáraukningum á næstunni. Tesla stækkaði breytanlegan skuldabréfaflokk í 600 milljónir dollara á fimmtudag, eftir að hafa stækkað hann úr 450 milljónum í 525 milljónir dollara skömmu áður.

Á föstudag var einnig tilkynnt um að hlutabréfaverð yrði 92,24 krónur á hlut í áætlaðri hlutafjáraukningu. Nú verða boðnir út 3,39 hlutir en áður hafði verið tilkynnt hækkun upp á 2,7 milljón hluti. Með bæði aukinni skuldabréfaútgáfu og hlutafjárútgáfu mun félagið safna yfir milljarði dollara. Þetta kemur í kjölfairð á því að félagið greindi frá 11 milljóna dollara hagnaði á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Það var í fyrsta skipti sem félagið skilaði hagnaði í 10 ára sögu sinni.

Stikkorð: Tesla Motors