*

Bílar 31. júlí 2020

Tesla opnar hraðhleðslustöð í Fossvogi

Tesla hyggst opna hraðhleðslustöðvar við N1 stöðvar á Kirkjubæjarklaustri, Egilsstöðum, Akureyri og við Staðarskála.

Tesla hefur opnað ofurhleðslustöð við hliðina á N1 stöðinni í Fossvogi. Þetta er önnur hraðhleðslustöð rafbílaframleiðandans sem opnar á Íslandi en fyrirtækið hyggst opna fleiri slíkar stöðvar víðs vegar um landið. Fyrri hleðslustöðin er við bílaumboð Tesla á Krókhálsi.

Í fréttatilkynningu segir að hraðhleðslustöðin mun hafa fjóra hleðslubása sem geta hlaðið allt að 270 km. drægni á 30 mínútum. „Tesla heldur áfram að vaxa hratt á Íslandi og við trúum að hraðir og notendavænir hleðsluinnviðir séu lykilskrefið í tilfærslunni í rafbíla,“ er haft eftir Even Sandvold Roland, talsmanni Tesla. 

N1 tilkynnti í byrjun maí um samstarf við Tesla um uppsetningu á hraðhleðslustöðvum á völdum N1 stöðvum umhverfis Ísland. Á vefsíðu rafbílaframleiðandans má sjá að áætlað er að opna hraðhleðslustöðvar á Kirkjubæjarklaustri, Egilsstöðum, Akureyri og við Staðarskála.

Stikkorð: N1  • Tesla  • hraðhleðslustöð