*

Bílar 10. ágúst 2015

Tesla tapar hálfri milljón á hverjum seldum bíl

Rafbílaframleiðandinn Tesla glímir við lausafjárvanda.

Bílaframleiðandinn Tesla tapar meira en 4.000 dollurum, eða um 534.000 krónum, á hverjum Model S rafbíl sem fyrirtækið selur. Reuters greinir frá.

Síðastliðinn miðvikudag lækkaði fyrirtækið framleiðslumarkmið sitt fyrir þetta ár og það næsta. Forstjórinn Elon Musk segist nú íhuga leiðir til að safna meira fjármagni og íhugar ekki að selja fleiri hlutabréf.

Musk hefur tekið fjárfesta í sannkallaða ævintýraferð frá því að Tesla fór á markað árið 2010. Hann hefur þó lofað því að fyrir fyrsta ársfjórðung 2016 muni Tesla vera að þéna næga peninga til að geta framleitt fleiri ódýrari bíla í stað þess að framleiða einn dýran bíl.

Hlutabréf í Tesla féllu um næstum því níu prósent á fimmtudag og um önnur tvö prósent á föstudag þar sem fjárfestar og greiningaraðilar veltu fyrir sér áhættunni á bak við ákveðin stækkunaráform Musk. Tesla átti einungis 1,15 milljarða dollara í handbæru fé þann 30. júní, sem er minna en helmingurinn af því sem var til staðar ári áður.

Stikkorð: Tesla  • bílar  • Elon Musk