*

Bílar 21. nóvember 2013

Tesla veltir Chevrolet Volt úr toppsætinu

Eigendur Tesla Model S eru hæstánægðir með bílana.

Rafbíllinn Tesla Model S fær bestu einkunn, 99 stig af 100 mögulegum, í neytendakönnun Consumer Report. Rafbíllinn Chevrolet Volt var áður í sætinu og féll hann í þriðja sætið. Eigendur bílanna tóku þátt í könnuninni. 

Netmiðillinn Auto Insider hefur eftir Jake Fisher, sem stýrir ökutækjaprófunum Consumer Report, að bíllinn frá Tesla skari fram úr á flestum sviðum og séu eigendur slíkra bíla afar ánægðir með hann.

Á meðal annarra bíla sem skoruðu hátt í könnun Consumer Report eru Porsche Boxster, Audi A6, Mazda6, Subaru Forester, Dodge Charger (V8) og VW diesel Golf TDI, BMW 3 Series, Chevrolet Corvette, Ford Mustang (V8), Jeep Wrangler, Lexus LS, Mazda MX-5 Miata, Porsche 911 og Toyota Prius.

Stikkorð: Tesla  • Tesla Model S