
„Þá var ekkert eBay,“ segir Sverrir Ingólfsson eigandi Samgönguminjasafnsins á Ystafelli til skýringar á fjölda bíla sem nú tilheyra safninu. Faðir hans sankaði að sér fjölda bíla í gegnum tíðina til að ná í varahluti enda erfitt að ná í varahlutina með öðrum hætti eins og Sverrir bendir á.
VB sjónvarp heimsótti Samgönguminjasafnið á Ystafelli og ræddi við Sverri Ingólfsson um safnmunina og framtíð safnsins.