*

Bílar 25. september 2015

Sigrún Edda: „Það er í lagi að láta sig dreyma“

Sigrún Edda Björnsdóttir kolféll fyrir nýjustu gerðinni af Teslu þegar hún heimsótti Amsterdam nýlega.

Farið var á vegum Viðskiptablaðsins í Borgarleikhúsið og púlsinn tekinn á bílaáhuga leikaranna þar. Margt skemmtilegt og áhugavert kom upp úr krafsinu þegar þeir voru spurðir út í draumabílana þeirra. Draumabíll Sigrúnar Eddu Björnsdóttur er nýjasta gerðin af Tesla model S P85d.

„Ég hef náttúrulega ekki efni á honum en það er í lagi að láta sig dreyma. Þetta er 700 hestafla rafbíll sem kemst upp í hundraðið á 3,2 sekúndum. Skoðaði einn slíkan úti í Amsterdam og kolféll. Hann er ótrúlega vel hannaður, fallegur og töff bæði að innan sem utan. Það er líka flott hugsjón sem stendur að baki þessum bíl. Það var í raun ekki fyrr en Tesla Motor kynnti fyrstu Tesluna að aðrir bílaframleið­ endur tóku við sér varðandi þróun rafbíla,“ segir hún. 

Spjallað er við fleiri leikara í Bílum, fylgiriti Viðskiptablaðsins, sem kom út í gær. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.