*

Veiði 13. febrúar 2013

Það kostar sitt að veiða hreindýr

Kostnaður við að veiða hreindýrstarf er líklega í kringum 300.000 krónur þegar allt er tekið með.

Gísli Freyr Valdórsson

Töluverður kostnaður fylgir því að fara á hreindýraveiðar. Ætla má að það kosti um 300 þúsund krónur að veiða tarf en minna að veiða kú.

Veiðileyfin sjálf eru um 150 þúsund krónur Þess utan er ferðakostnaður austur á land fyrir þá sem búa ekki fyrir austan, leiðsögumaður sem mönnum er skylt að leigja (og hafa leyfi frá Umhverfisstofnun og kostar um 25 þúsund krónur), matur, gisting og fleira.

Hvað fatnað varðar eru veiðimenn öllu jafna í góðum útivistarfatnaði. Rétt er að minna á að það er bannað að nota fjórhjól við veiðarnar, en margir leiðsögumenn nota þó sexhjól, þar sem á annað borð er hægt og leyfilegt að keyra um á sexhjólum. Að öðru leyti þurfa menn að grípa upp hnífinn og búta dýrið niður, nema þeir vilji draga það eftir jörðinni langa leið. Það hefur þó færst eilítið í aukana undanfarin ár að menn hafa notað hesta til að koma bráðinni niður af heiði.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.