
Nýr iPhone, sem líklega mun bera heitið iPhone 7 er væntanlegur í september. Þrátt fyrir að það séu heilir fimm mánuðir þangað til hefur Business Insider ýmsar getgátur um hvernig væntanlegi síminn verður:
1. Hann mun líklega bera heitið iPhone 7.
2. Síminn mun líklega vera í tveimur stærðum eins og iPhone 6 sem er bæði í boði í 4,7 og 5,5 tommum.
3. Það er líklegt að einnig verði 4 tommu iPhone í boði.
4. Það gæti verið bleikur iPhone í boði, en samvkæmt The Wall Street Journal hefur Apple verið að þróa bleikan lit sem möguleika fyrir iPhone.
5. Myndavélin verður mun betri. Apple festi nýlega kaup á myndavélafyrirtækinu LinX og talið er að með tækni fyrirtækisins muni Apple þróa mun betri myndavél á iPhone sem mun taka skýrari myndir í myrkri, og minnka hávaða.
6. Tækni LinX mun jafnvel gera manni kleift að bæta 3-D áhrifum við myndir.
7. Síminn mun koma með nýja stýikerfinu iOS 9.
8. Væntanlegt tónlistarstreymi Apple, Beats Music, sem svipar til Spotify mun líklega fylgja símanum.