*

Tíska og hönnun 9. júlí 2013

Þakíbúð í Cannes

Hvernig væri að fjárfesta í íbúð í Cannes með sundlaug á þakinu og útsýni í allar áttir?

Í gullfallegu húsi í Cannes í Frakklandi er íbúð á efstu hæð til sölu. Einkalyfta flytur heppna eigendur upp á efstu hæðina. Íbúðin er tvær hæðir og er 257 fermetrar að stærð.

Aðalatriðið við íbúðina er þakveröndin sem er 330 fermetrar með sundlaug og heitum potti. Frá veröndinni er útsýni yfir hafið og nálægar eyjar í 360 gráður.

Í íbúðinni eru fjögur svefnherbergi, fjögur baðherbergi, stofa og sérstök móttökustofa með arni.

Eignin kostar 5,8 milljónir evra eða 940 milljónir. Það er ágætis fermetraverð. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • Lúxus  • Cannes