*

Tíska og hönnun 22. október 2013

Þakíbúð í Mílanó með sundlaug

Væri ekki elegant ef maður neyddist til að búa í Mílanó að búa þá í þakíbúð með sundlaug?

Í fallegu fjölbýlishúsi fyrir utan miðborg Mílanó er ótrúleg íbúð á tveimur efstu hæðunum til sölu.

Íbúðin er á áttundu og níundu hæðinni. Á neðri hæðinni er eldhús, stofa, þrjú svefnherbergi og fjögur baðherbergi. Inn af stærsta svefnherberginu er lítil stofa og stórt baðherbergi með gufubaði og nuddpotti. Á efri hæðinni er stór stofa.

Á íbúðinni eru þrennar svalir sem er tvímælalaust það besta við hana. Á þeim eru sundlaug, stórt gasgrill og sólbaðsaðstaða.

Íbúðin er 400 fermetrar og kostar 3,5 milljónir evra eða tæpar 578 milljónir króna. Nánari upplýsingar má finna hér

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • Mílanó
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is