*

Tíska og hönnun 13. maí 2013

Þakíbúð í Tel Aviv

Í einu mesta lúxus fjölbýlishúsi í Tel Aviv er þakíbúð á þremur hæðum til sölu.

Lúxusíbúð í Tel Aviv í Ísrael er til sölu. Íbúðin er á þremur efstu hæðunum í fjölbýlishúsi og á 44., 45., og 46. hæð er magnað útsýni yfir borgina og Miðjarðarhafið.

Lofthæð er mjög mikil í íbúðinni. Yfir stofunni er gangvegur úr gleri og þykir hann mjög sérstakur. 

Í íbúðinni eru þrjú svefnherbergi, þrjú baðherbergi, eldhús búið nýjustu tækni og alls konar fyrsta flokks hönnun.

Upp í íbúðina gengur einkalyfta og á þakinu er sundlaug sem fylgir aðeins þessari íbúð.

Íbúðin kostar 1,5 milljarð króna og er 372 fermetrar. Nánari upplýsingar má finna hér.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • Ísrael  • Tel Aviv