*

Tíska og hönnun 30. ágúst 2013

Þakíbúð við Central Park er ekki ókeypis

Fyrir fólk sem þarf sex svefnherbergi og vill vera nálægt Central Park þá er hér hugguleg íbúð. Hún kostar sitt en er mjög elegant.

Þakíbúð við Columbus Circle í New York er til sölu. Íbúðin nær yfir heila hæð í byggingunni og hefur algjörlega verið endurnýjuð. Um innanhússhönnun sá Tony Ingrao. Íbúðin er 768 fermetrar. 

Þegar gengið er inn í íbúðina er komið inn í tvöfalda stofu, bókaherbergi og setustofu sem snúa allar að Central Park. Borðstofurnar eru tvær, önnur fyrir gesti og hin hversdagslegri.

Aðalsvefnherbergið samanstendur af tveimur herbergjum og tveimur baðherbergjum og risastóru fataherbergi. Að auki eru fjögur önnur svefnherbergi í íbúðinni með sérbaðhergjum .

Í þakíbúðinni er lofthæðin  hærri en á neðri hæðunum og öll tæknin er fyrsta flokks. Íbúðin, sem stendur við Columbus Circle, er við suðvestur horn Central Park. Íbúðir við garðinn kosta sitt en þakíbúðin, sem hér um ræðir, kostar 75 milljónir dala eða 8,9 milljarða króna. 

 

 

 

 

Stikkorð: New York  • Fasteignir