*

Bílar 23. apríl 2013

Þarf að geta dregið draumabátinn

Helga Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri IMC á Íslandi, vill Lamborghini en telur hann ekki hentugan fjölskyldubíl.

„Draumabíllinn einn og sér er lipur, léttur og kraftmikill í anda Lamborghini. Búinn öllum heimsins þægindum og tækni,“ segir Helga Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri IMC á Íslandi, spurð hver uppáhalds bíllinn hennar er.

Helga segir, í samtali við Bílablaðið sem fylgi Viðskiptablaðinu í síðustu viku, Porsche Cayenne koma sér afar vel enda þjóni hann best tilgangi sínum, áhugamálum, stærð fjölskyldunnar og geti dregið á eftir sér draumabátinn.

Áskrifendur geta nálgast bílablaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.