*

Hitt og þetta 3. október 2013

Þegar borgir eru fluttar úr stað

Þegar byggja á stíflur eða þegar jarðvegur gefur sig vegna námuvinnslu er miklum fjármunum oft varið í að flytja heilu bæina úr stað.

Í gegnum tíðina hefur gríðarlegum fjármunum verið eytt í að flytja bæi og jafnvel heilu borgirnar úr stað af ýmis konar ástæðum. Það er í eðli mannsins að flytja sig um set en það var ekki fyrr en með nútímatækni að hægt var að flytja byggingar úr stað. Í upphafi 20. aldar fóru menn að geta flutt borgi og bæi í burtu þegar leggja átti til dæmis að leggja vegi eða byggja stíflur.

Á Gizmodo.com er fjallað um slíka flutninga og myndirnar eru ótrúlegar.

Í kringum 1920 var bærinn Hibbing í Minnesota fluttur fjóra kílómetra í suður vegna námuvinnslu. Í þá daga var engin önnur tækni en að flytja bæinn með hestum, traktorum og gufuvélum.

Í greininni er líka fjallað um Kiruna sem er nyrsti bærinn í Svíþjóð. Þar er jarðvegur að gefa sig vegna námuvinnslu beint undir bænum. Hann verður því fluttur í nokkrum hlutum fjóra kílómetra í austur.

Þegar byggðar eru stíflur eða uppistöðulón er íbúum oft borgað fyrir að yfirgefa heimili sín. En svo var ekki í ástralska bænum Tallangatta. Bærinn var fluttur í kringum 1950 vegna hinnar stóru Hume stíflu.