*

Ferðalög & útivist 16. júlí 2013

Þegar fimm stjörnur eru ekki nóg

Þegar gera þurfti upp á milli fimm stjörnu hótela ákvað ferðamálaráðuneyti Frakklands að taka upp Palace nafnbótina.

Hótel í Frakklandi fara jafnan eftir stjörnukerfinu alþjóðlega frá einni stjörnu og upp í fimm. En þeir aðgreina þó bestu hótelin frá hinum með hinni svokölluðu Palace nafnbót.

Bestu hótelin í Frakklandi fá því Palace nafnbótina en hún er gefin af Atout France sem er franska ferðamálaráðið.

Ferðamálaráðuneyti Frakklands innleiddi nafnbótina í nóvember 2010. Hótel sem vilja svo mikið sem vera tekin til greina verða að bjóða upp á líkamsrækt, heilsulind, starfsfólk sem talar mörg tungumál og sérstaklega mikla þjónustu upp á herbergin. Að auki verða hótelin að vera vel staðsett og allt útlit þarf að vera óaðfinnanlegt. Ennfremur þarf saga hótelsins að vera vönduð og hótelin þurfa að búa yfir karakter. Veitingastaðurinn, umhverfisstefna og þjónustustigið þurfa að vera fyrsta flokks.

Nýjasta hótelið í París sem fékk Palace nafnbótina er hótelið Le Royal Monceau.  Le Royal Monceau opnaði aftur árið 2010 eftir tveggja ára yfirhalningu en það var Philippe Starck sem sá um hana. Á hótelinu eru nú tveir Michelin veitingastaðir, 99 sæta bíósalur og vindlastofa.

Síðan frönsk yfirvöld tóku upp á þessu nýja fyrirkomulagi hafa einungis þrettán hótel hlotið Palace nafnbótina. Sjá nánar á The Telegraph

Fylgist með Eftir vinnu hér á Facebook.

Stikkorð: París  • lúxushótel  • Ferðalög  • Elegans