*

Ferðalög & útivist 25. september 2013

Þegar hótelherbergi er ekki nóg má alltaf leigja virki

Stundum er gaman að breyta til og hugsa út fyrir rammann eða hótelherbergið þegar halda skal í frí.

Ef verið er að fara í frí er alveg hægt að hafa í huga annars konar gistingu en hótel.

The Telegraph bendir lesendum á kastala, turna, virki og jafnvel hús hátt upp í trjám sem fólk getur leigt þegar það fer í frí. Í sumum kastölunum er pláss fyrir heilt ættarmót en í öðrum er bara pláss fyrir tvo til þrjá. Lítum nánar á herragarð, kapellu og virki: 

Í herragarðinum Inglethorp Hall í Norfolk er til dæmis pláss fyrir fimmtán gesti. Hann var byggður árið 1745. Síðustu þrjú árin hefur verið unnið að endubyggingu herragarðsins en henni lauk nýverið.

Kapellan Whiteford Temple í Cornwall rúmar tvo í gistingu. Gluggar ná frá lofti og niður í gólf og er útsýnið sagt stórkostlegt. 

West Blockhouse Pembrokeshire er gamalt virki fyrir fólk sem vill forðast óvæntar heimsóknir (eða árásir). Í virkinu geta átta manns gist og er tilvalið fyrir fólk sem þarf algjört næði. 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: ferðalög  • Kastalar  • Gistingar