*

Hitt og þetta 28. nóvember 2013

Þegar statistarnir klikka

Stundum tekur enginn eftir aukaleikaranum, ekki einu sinni þegar hann ruglast í heilli senu og ekkert fattast fyrr en myndin er komin í bíó.

Hlutverk statistans er oft á tíðum vanmetið og gleymt. Og stundum klikkar hann án þess að nokkur taki eftir því, ekki fyrr en myndin er komin í bíó.

Á Buzzfeed má sjá nokkrar áhugaverðar hreyfimyndir úr þekktum kvikmyndum þar sem aukaleikarar sjást brosa aðeins of mikið í grafalvarlegum bardagaatriðum og klúðra öðrum senum rækilega.

Ef smellt er hér má sjá hreyfimyndirnar af aukaleikurum sem voru ekki alveg nógu einbeittir á tökudegi. 

Stikkorð: Kvikmyndir  • Rugl  • Vitleysa