*

Sport & peningar 18. september 2012

Theo Hoen hjólaði 120 km á Tour de Marel

Starfsmenn Marel söfnuðu um sex milljónum til góðgerðarmála í Tour de Marel fjáröflun með þátttöku í íþróttum um allan heim.

Eins og áður hefur komið fram hér á vef Viðskiptablaðsins var fyrsti alþjóðlegi Tour de Marel fjáröflunardagurinn haldinn 15. september sl. þar sem starfsfólk Marel á 21 starfsstöð í heiminum kom saman með fjölskyldu og vinum til að safna áheitum og gerði sér glaðan dag.

Um 500 starfsmenn Marel tóku þátt í Tour de Marel deginum. Theo Hoen, forstjóri Marel, hjólaði 120 kílómetra á laugardaginn til styrktar góðgerðarmálum í Hollandi.

Um 150 manns tóku þátt í Tour de Marel á Íslandi í fimm íþróttagreinum, 10 kílómetra hlaupi, 20 kílómetra hjólreiðum, þriggja klukkustunda göngu, golfi og Boot Camp þrautabraut.

„Þegar hafa tæplega tvær milljónir króna safnast á Íslandi, en upphæðin mun renna óskipt til Krabbameinsfélagsins, enda stendur málefnið mörgum starfsmönnum nærri,“ segir í tilkynningu frá Marel.

Tekið verður á móti fjárframlögum fram til 30. september á www.tourdemarel.com og ennþá má kaupa geisladisk Marel Blues Project á vef Krabbameinsfélagsins: http://www.krabb.is/.

Stikkorð: Marel  • Theo Hoen  • Tour De Marel